Halló

Jæjja.. ég er kominn með ógeð af gömlu bloggsíðunni þannig að ég ákvað að búa til nýja. 

Ég hef ekki beinlínis plan um hvað ég ætla að skrifa um hérna en ætli það verði ekki mestmegnis rugl innan um alla þvæluna. Ég hafði hugsað mér að fara að renna yfir þessa ágætu plötur sem hafa komið út á þessu ári og röfla aðeins um þær og enda með því að gefa þeim einkunn... ætli ég byrji ekki bara á einum snöggvast...

Ætli ég byrji ekki á Open Fire með Alabama Thunderpussy svona í tilefni þess að þeir eru að koma til landsins í október.  

 Þessi diskur er mjög góður í flesta staði. Frábær stóner.

Hljóðfæraleikur góður og ekki margt sem mætti betur fara. Gítararnir smellpassa saman. Það var aðallega í einu lagi þar sem trommurnar koma eitthvað bjánalega inn en... það er bara allt í lagi.. fílíngurinn í stónernum er hrárri og öðruvísi en í öðrum metal og það er allt í lagi að ekki allt sé upp á 100. Söngvarinn er virkilega kröftugur og semur skemmtilegar laglínur. Allt í allt eru allir í bandinu að standa sig mjög vel og semja góða tónlist.

Einkunn: ullarhattur
ullarhattur ullarhatturullarhattur

 

 

4 ullarkúrekahattar handa þeim. 


Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband