Dóp, gagnrýni og tónleikar..

Ég vil byrja á því að minna alla á útgáfutónleika með hljómsveitinn Gordon Riots. Þeir eru að gefa út sína fyrstu smáskífu sem heitir því skemmtilega nafni Witness the weak ones. Frábær plata þar á ferð. Einnig eru hljómsveitirnar We Made God og Shogun að spila á þessum tónleikum.. Þetta eru tónleikar sem enginn metalhaus eða bara tónlistarunnandi ætti að láta fram hjá sér fara.. 

Og þá er það dópið.

"Lögregluaðgerðum að mestu lokið í fáskrúðsfirði". Það voru semsagt einhverjir moðhausar sem voru að reyna að smigla mörgum kílóum af dópi til íslands. Ath. ég nota orðið moðhausar í staðin fyrir búðinga vegna þess að ég veit ekki hvort þarna voru fáskrúðsfirðingar á ferð.. Jú sjáiði til.. fáskrúðsfirðingar eru oftar en ekki kallaðir búðingar vegna þess að bærinn í fáskrúðsfirði heitir búðir.. Þess má til gamans geta að ég er hálfur búðingur.. Eníhú... Ég fór að velta því fyrir mér.. afhverju í anskotanum Fáskrúðsfjörður? Afhverju að velja þann stað.. En svo fór ég að pæla í því.. Hverjum í anskotanum ætti að detta í hug að leita að dópi þar? nei maður spyr sig.. en ég nenni ekki að blogga um þetta og satt best að segja þá finnst mér ég núna hafa verið að eiða tímanum í bull og þvælu... Ég ætla bara að gefa einum disk einkunn....

Þá er komið að nýja down disknum sem kemur út 25 september næstkomandi...

Þetta er þriðji diskur hljómsveitarinnar down og heitir hann down III - over the under. Jæjja þá er mér ekki til setunnar boðið. Annar góður stóner diskur hér á ferð. Mér finnst þessi diskur vera bestur af þessum þremur sem þeir hafa gefið út þó það sé kannski enginn svaka "hittari" á þessari plötu eins og Stone the Crow og Temptations Wings á Nola og Ghosts Along The Mississippi á Down II en það eru mjög góð lög á þessari plötu og mér finnst hún heilsteiptari heldur en hinar tvær. Einnig fannst mér einfaldara að hlusta á hana í fyrsta skipti. Það eru fleiri góð lög á þessari en hinum plötunum og ekker lélegt eða leiðinlegt lag á þessari. Allir hljóðfæraleikararnir vita nákvæmlega hvað þeir eru að gera. Eitt af því sem mér finnst alveg frábært við þessa plötu er það að maður fær að heyra Phil Anselmo syngja í fyrsta skipti í langan tíma.. hann er búinn að vera að öskra töluvert mikið síðustu árin .. var auðvitað í pantera og síðan er hann líka búinn að gefa út tvær plötur með superjoint ritual þar sem eru ansi mikil öskur og það er mjög gaman að heyra hvað röddin í honum er sterk á þessari plötu miðað við .. tja.. aldur og fyrri störf. Ég kannski bæti því hér við að mér finnst Rex Brown vera að standa sig eins og hetja á bassanum.. Stórgóður diskur hér á ferð og ég held að stoner aðdáendur ættu að leggja leið sína í einhverja geisladiskabúð 25 september til þess að ná sér í eintak.

Einkunn:

ullarhattur ullarhatturullarhatturullarhattur5halfur

 

 

 

Fjórir og hálfur ullarkúrekahattur handa þessum snillingum. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Júlíus Sigfússon

uuu.. heyrðiru þau í ræmur?

Júlíus Sigfússon, 20.9.2007 kl. 16:15

2 Smámynd: Fanney Viktoría Kristjánsdóttir

Brilliant blogg;)

Fanney Viktoría Kristjánsdóttir, 20.9.2007 kl. 16:15

3 Smámynd: Júlíus Sigfússon

hahahaha

Júlíus Sigfússon, 20.9.2007 kl. 16:18

4 identicon

ZZzzzzZZZZZzzzzzzzZZzz......

Inga Birna (IP-tala skráð) 21.9.2007 kl. 13:43

5 Smámynd: Júlíus Sigfússon

djöfull ertu leiðinleg inga

Júlíus Sigfússon, 21.9.2007 kl. 20:24

6 identicon

Æjj sorry Júlli!

 Ég sakna bara svo gamla bloggsins. Með krassandi erótískum sögum og allt það.. grrr!! mjá.

Inga Birna (IP-tala skráð) 22.9.2007 kl. 20:04

7 Smámynd: Júlíus Sigfússon

hvað ertu að tala um

Júlíus Sigfússon, 23.9.2007 kl. 15:38

8 identicon

Æj ég veit það ekki alveg! Oooog la bamba til að skola þessu niður

Inga Birna (IP-tala skráð) 24.9.2007 kl. 18:58

9 identicon

mega ultra frábært geðveikt ógó flottó blogg marr.

Elvar Bragi (IP-tala skráð) 25.9.2007 kl. 12:12

10 Smámynd: Birna Magg

það.var.gaman.

löggi mættur

Birna Magg, 26.9.2007 kl. 18:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband